|
|||||||||||||||||||
Gildir um einkaflug, þar með talið kennsluflug.
Tilgangur þessa upplýsingabréfs er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými. |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
SIGMET verður gefið út um öskumengað loftrými.
NOTAM verður gefið út með upplýsingum varðandi eldgos og um möguleg haftasvæði umhverfis eldstöð eða aðrar upplýsingar varðandi eldgos. |
|||||||||||||||||||
Tjón á vélum er sérstakt áhyggjuefni fyrir loftför búin hverfihreyflum (turbine-engined aircraft) en líklega minna fyrir önnur loftför sem búin eru bulluhreyflum (other internal combustion engines) með loftsíu fyrir inntaksloft.
Hinsvegar, með notkun á blöndungshita í sumum loftförum með bulluhreyfla, fer innsogsloftið framhjá inntakssíu og því ættu flugmenn að vera meðvitaðir um þann möguleika að öskumengað loft fari inn í hreyfillinn. Ef mögulegt er, ætti að forðast flug í aðstæðum sem krefjast langrar notkunar á blöndungshita. Aska getur smogið inn í stemmurör (pitot/static systems) eða haft áhrif á smurningu á hreyfanlegum hlutum eins og þyrilkollu (rotor head), gírkassa og legur. Ráðlegt er að forðast flug yfir svæði þar sem takmarkaðir möguleikar eru á lendingarsvæði ef til vélarbilunar kæmi. Þetta gildir einnig um tveggja hreyfla loftför. |
|||||||||||||||||||
Eftirfarandi skilgreiningar eiga við á Íslandi vegna starfrækslu loftfara í öskumenguðu loftrými:
|
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Kort og aðrar upplýsingar má nálgast á heimasíðum Veðurstofu Íslands, bresku veðurstofunnar (UK MET office), Evrópustofnunar um flugöryggi (Eurocontrol) og EASA.
|
|||||||||||||||||||
Veðurstofa Íslands / Icelandic Met Office
https://www.vedur.is/ and
https://en.vedur.is/
UK MET office: https://www.metoffice.gov.uk/services/transport/aviation/regulated London VAAC: https://www.metoffice.gov.uk/services/transport/aviation/regulated/vaac Eurocontrol: https://www.public.nm.eurocontrol.int/PUBPORTAL/gateway/spec/index.html EASA: https://www.easa.europa.eu/easa-and-you/safety-management/volcanic-ash |
|||||||||||||||||||
Frekari upplýsingar gefur Samgöngustofa í síma 480 6000 eða í gegnum netfangið samgongustofa@samgongustofa.is
|
|||||||||||||||||||
Upplýsingabréf fellt úr gildi / AIC cancelled: AIC B 001 / 2015, AIC A 015/2019, AIC A 014/2019, AIC A 013/2019, AIC A 008/2018 |
|||||||||||||||||||
ENDIR / END
|